Gistinóttum fjölgar á Suðurnesjum
Gistinóttum á hótelum fjölgar hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þegar bornir eru saman september í ár og í fyrra. Þetta kemur fram í könnun Hagstofu.
Á landsvísu fjölgaði gistinóttum um rúm 13% milli ára, en aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum var mest þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900 (22,8%). Ástæðan fyrir því að þessi svæði eru talin saman er fæð gististaða sem mæta forsendum könnunarinnar.
Gistinóttum fjölgaði einnig á höfuðborgarsvæðinu, en í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum í september milli ára. Á Austurlandi nam samdrátturinn tæpum 12%, á Norðurlandi tæpum 7% og á Suðurlandi tæpum 6%.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, sagði í samtali við Víkurfréttir að árið hafi verið gott það sem af er, en erfiðari tímar séu framundan. „Sumarið var gott og það má segja að allt hafi smollið saman, en þar kom sterkt inn að aðstandendur myndarinnar Flags of Our Fathers voru hér hjá okkur á háannatíma. Haustið er líka í meðallagi hjá okkur en hótelstjórar og aðrir ferðaþjónustuaðilar á landinu eru uggandi vegna þess hve gengi krónunnar er hátt. Það er að fæla viðskipti í burtu og eru dæmi um það að heilu hóparnir séu að afbóka sig þess vegna.“
Steinþór bætir því við að rekstur hótela sé mjög erfiður en þá ríði á að steypa sér ekki í skuldir. „Það má segja að eina tækifærið til að lifa af í hótelrekstrinum sé að reyna að reka þau lánalaust. Við höfum orðið fyrir fleiri skakkaföllum, t.d. þegar herinn hætti með öllu að sækja þjónustu til hótelanna hér í bænum, en við stöndum enn í fæturna. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hvað setur.“
Heilmild: www.hagstofan.is
Á landsvísu fjölgaði gistinóttum um rúm 13% milli ára, en aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum var mest þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900 (22,8%). Ástæðan fyrir því að þessi svæði eru talin saman er fæð gististaða sem mæta forsendum könnunarinnar.
Gistinóttum fjölgaði einnig á höfuðborgarsvæðinu, en í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum í september milli ára. Á Austurlandi nam samdrátturinn tæpum 12%, á Norðurlandi tæpum 7% og á Suðurlandi tæpum 6%.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, sagði í samtali við Víkurfréttir að árið hafi verið gott það sem af er, en erfiðari tímar séu framundan. „Sumarið var gott og það má segja að allt hafi smollið saman, en þar kom sterkt inn að aðstandendur myndarinnar Flags of Our Fathers voru hér hjá okkur á háannatíma. Haustið er líka í meðallagi hjá okkur en hótelstjórar og aðrir ferðaþjónustuaðilar á landinu eru uggandi vegna þess hve gengi krónunnar er hátt. Það er að fæla viðskipti í burtu og eru dæmi um það að heilu hóparnir séu að afbóka sig þess vegna.“
Steinþór bætir því við að rekstur hótela sé mjög erfiður en þá ríði á að steypa sér ekki í skuldir. „Það má segja að eina tækifærið til að lifa af í hótelrekstrinum sé að reyna að reka þau lánalaust. Við höfum orðið fyrir fleiri skakkaföllum, t.d. þegar herinn hætti með öllu að sækja þjónustu til hótelanna hér í bænum, en við stöndum enn í fæturna. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hvað setur.“
Heilmild: www.hagstofan.is