Gistinóttum fjölgaði um 39%
Gistinóttum á hótelum á Suðurnesjum fjölgaði um heil 39% í febrúar 2014, en sú hækkun var mest á landsvísu. Gistinætur á hótelum á landinu öllu í febrúar voru 160.400, en það er 13% aukning miðað við febrúar 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 1%.
Árið 2013 voru 5313 gistinætur á hótelum á Suðurnesjum en alls 7392 í ár. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.