Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 5. febrúar 2014 kl. 14:40

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 48% á Suðurnesjum

6.000 gistinætur í desember

Gistinætur á hótelum í desember voru 117.100 sem er 31% aukning miðað við desember 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 43% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 5%.

Á Suðurnesjum voru 6.000 gistinætur í desember sem er aukning um 48% frá fyrra ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.