Geta ekki aukið eggjaframleiðslu með skömmum fyrirvara
Nesbú á Vatnsleysuströnd, sem er annar stærsti framleiðandi á eggjum hérlendis, getur ekki aukið framleiðsluna mikið með skömmum fyrirvara. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í svari við fyrirspurn Víkurfrétta, að skortur á eggjum geti því verið mögulegur í desember.
Eins og kunnugt er af fréttum hafa fjölmargar verslanir hætt að selja egg frá Brúnegg í kjölfar umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi. T.a.m. hafa öll egg frá Brúnegg verið tekin úr hillum Nettó í Reykjanesbæ en myndin með fréttinni var tekin þar í hádeginu. Verslanir í eigu Samkaupa eru Nettó, Samkaup Strax, Samkaup Úrval, Kjörbúðin, Sunnubúð, Krambúð og Hólmgarður. Einnig hafa Krónan og Bónus hætt sölu eggja frá Brúnegg.
Á samfélagsmiðlum hefur fólk verið að velta fyrir sér eignarhaldi eggjabúa. Stefán Már Símonarson hjá Nesbúi segir að eigendur Nesbús séu Lífland og Feier. Lífland eiga Þórir Haraldsson og Sólveig Pétursdóttir eigendur Feier eru Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg.