Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 16. maí 2003 kl. 10:55

Gera yfirtökutilboð í hlutabréf ÍAV

Einstakir hluthafar í ÍAV hafa farið fram á að verða leystir út á sambærilegum kjörum og kaup EAV voru á hlut íslenska ríkisins. EAV hefur ákveðið að gera öllum öðrum hluthöfum tilboð í hluti þeirra á sambærilegum kjörum. Eignarhaldsfélagið AV ehf. hefur í dag í samræmi við kaupsamning við íslenska ríkið frá 2. maí sl. greitt fyrir og fengið afhent hlutabréf í Íslenskum aðalverktökum hf að nafnverði kr. 558.007.874 eða 39,86% heildarhlutafjár félagsins.Kaupgengi er 3,69 fyrir hvern hlut. Eignarhlutur EAV ehf í ÍAV er því nú 39,86% en var enginn fyrir. Þar sem ÍAV eiga sjálfir 5,44% heildarhlutafjár í félaginu fer EAV ehf. því með 42,15% heildaratkvæða í félaginu. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV er stjórnarformaður Eignarhaldsfélagins AV ehf og Gunnar Halldór Sverrisson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs ÍAV, er stjórnarmaður í Eignarhaldsfélaginu AV ehf

Einstakir hluthafar í ÍAV, stærri sem smærri, hafa leitað til EAV og farið fram á að verða leystir út á sambærilegum kjörum og kaup EAV voru á hlut íslenska ríkisins. Með þetta í huga og til að tryggja jafnræði allra hluthafa ÍAV hefur EAV því ákveðið að verða við þessum óskum og í framhaldi af því að gera öllum öðrum hluthöfum tilboð í hluti þeirra á sambærilegum kjörum og í viðskiptum EAV og íslenska ríkisins.

Í 19. gr. laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða er kveðið á um skyldu hluthafa í opinberlega skráðu félagi til að gera öðrum hluthöfum þess félags yfirtökutilboð séu ákveðin skilyrði uppfyllt þmt fari eignarhlutur aðila yfir 50%. Hlutur EAV í ÍAV er sem fyrr segir 39,86% og er félaginu því á þessari stundu ekki skylt að gera yfirtökutilboð skv umræddum lögum. Þann 1. júlí n.k. verður hins vegar sú breyting á lögum um verðbréfaviðskipti að öllum hluthöfum sem eignast meira en 40% hlutafjár í útgefanda, sem fengið hefur hlutabréf sín skráð í kauphöll, verður skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í þeirra hluti.

Næstkomandi mánudag eða 19. maí mun EAV birta opinbert tilboðsyfirlit þar sem félagið mun bjóða öllum öðrum hluthöfum ÍAV að kaupa bréf þeirra miðað við gengið 3,69.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024