GeoSilica á Ásbrú í úrslit Gulleggsins
Sprotafyrirtækið GeoSilica á Ásbrú er með eina af tíu hugmyndum sem keppa til úrslita í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit. Hátt í 330 hugmyndir hófu keppni í janúar sem er mesti fjöldi hugmynda frá upphafi.
Þessar tíu viðskiptahugmyndir eru niðurstaða einkunnargjafar rýnihóps sem var skipaður um það bil 90 sérfræðingum með margvíslegan bakgrunn úr atvinnulífinu og háskólaumhverfinu.
Úrslitin fara fram laugardaginn 9. mars. Sigurvegari keppninnar hlýtur verðlaunabikarinn Gulleggið 2013 og 1.000.000 krónur í peningum.
Þessar tíu viðskiptahugmyndir eru niðurstaða einkunnargjafar rýnihóps sem var skipaður um það bil 90 sérfræðingum með margvíslegan bakgrunn úr atvinnulífinu og háskólaumhverfinu.
Úrslitin fara fram laugardaginn 9. mars. Sigurvegari keppninnar hlýtur verðlaunabikarinn Gulleggið 2013 og 1.000.000 krónur í peningum.
Þau Fida Abu Libdeh og Burkni Pálsson stofnuðu fyrirtækið á síðasta ári í framhaldi af lokaverkefnum beggja við tæknifræðinám hjá Keili. Fyrirtækið, sem mun sérhæfa sig í vinnslu á kísil sem næringarefnis, fékk í haust styrk frá Tækniþróunarsjóði sem tryggir því rekstur næstu þrjú árin.