Gengi hlutabréfa Icelandair hækka enn

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um 4,65% það sem af er degi. Velta með bréf félagsins hefur verið 483 milljónir króna. Gengi bréfa félagsins hækkaði talsvert eftir helgi, í kjölfar þess að fyrirtækið birti jákvæðar tölur yfir farþegaflutninga fyrir júnímánuð. Kaupgengi hvers bréfs félagsins er nú 15,7 krónur. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 3,79% síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.