Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Fimmtudagur 10. ágúst 2000 kl. 12:26

Gefum gömlum hlutum nýtt líf

Í Reykjanesbæ stendur nú yfir gerð Staðardagskrár 21, sem er áætlun um þróun sveitarfélagsins á 21. öldinni með tilliti til umhverfismála og margra annarra þátta. Mikilvægur liður í þessari áætlun er að vekja íbúanna til umhugsunar um umhverfi sitt og að virkja þá til góðra verka. Laugardaginn 26. ágúst verður efnt til bílskúrssöludags í skólahverfi Heiðarskóla frá kl. 10-18 undir slagorðinu ,,Gefum gömlum hlutum nýtt líf". Markmiðið er að finna gömlum hlutum nýja eigendur, auka þannig notagildi þeirra og líftíma og draga úr því magni sem annars færi til eyðingar og brennslu hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja með tilheyrandi kostnaði. Hver veit nema skíði, reiðhjól, skrifborð og fótanuddtæki eigi þannig eftir að skipta um eigendur og öðlast nýtt líf. Lögð er áhersla á þátttöku barna og unglinga í verkefninu. Íbúar Reykjanesbæjar og aðrir Suðurnesjamenn eru hvattir til þess að heimsækja hverfið og kanna hvort ekki bjóðist þar góðir munir á góðu verði eða jafnvel gefins. Ef vel tekst til verður leikurinn endurtekinn í öðrum hverfum sveitarfélagsins. Kær kveðja f.h. Stýrihóps Staðardagskrár 21 Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi og formaður stýrihópsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024