Gaman að föndra
Gott er að hvíla sig daglegu amstri og gera eitthvað allt annað, eins og t.d. að skreyta krukkur, mála á tré eða striga, búa til gluggaskreytingar, svo eitthvað sé nefnt. Föndurbúðin List, Hafnargötu 35, við hliðina á skóbúðinni, þjónar fólki sem finnst gaman föndra í frístundum.
Sumir nota afraksturinn til að skreyta hýbýli sín en aðrir eru fyrirhyggjusamir og búa til fallega hluti til að gefa í tækifærisgjafir.
„Við tókum við versluninni 1. desember sl. og keyptum föndurlagerinn af Dropanum“, segir María Línadal en hún og Þórir Jónsson, eiginmaður hennar reka nú verslunina í sameiningu.
„Við erum með tré- og myndlistarvörur og hina sínvinsælu fingramálningu sem við seljum á heildsöluverði til leikskóla. Við flytjum einnig inn vörur frá Marabu í Þýskalandi, m.a. gluggamálninguna sem er að gera allt vitlaust. Svo erum við að byrja að flytja inn silkimálningu og allt sem tilheyrir því, textílmálningu og akrýlliti í 15 ml. túpum“, segir María en sjón eru sögu ríkari og áhugasamir fá örugglega góðar hugmyndir eftir heimsókn í föndurbúðina List.
Sumir nota afraksturinn til að skreyta hýbýli sín en aðrir eru fyrirhyggjusamir og búa til fallega hluti til að gefa í tækifærisgjafir.
„Við tókum við versluninni 1. desember sl. og keyptum föndurlagerinn af Dropanum“, segir María Línadal en hún og Þórir Jónsson, eiginmaður hennar reka nú verslunina í sameiningu.
„Við erum með tré- og myndlistarvörur og hina sínvinsælu fingramálningu sem við seljum á heildsöluverði til leikskóla. Við flytjum einnig inn vörur frá Marabu í Þýskalandi, m.a. gluggamálninguna sem er að gera allt vitlaust. Svo erum við að byrja að flytja inn silkimálningu og allt sem tilheyrir því, textílmálningu og akrýlliti í 15 ml. túpum“, segir María en sjón eru sögu ríkari og áhugasamir fá örugglega góðar hugmyndir eftir heimsókn í föndurbúðina List.