Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Gallery Quilt opnar vinnustofu fyrir bútasaumskonur
Þriðjudagur 24. janúar 2006 kl. 23:25

Gallery Quilt opnar vinnustofu fyrir bútasaumskonur

Fyrir skömmu opnaði Guðrún Agnes Einarsdóttir Gallery Quilt að Skútahrauni 2. Hafnarfirði. Þetta er gallerí fyrir bútasaumskonur, auk þess sem Guðrún mun vera með ýmiss konar saumanámskeið á staðnum.


Guðrún segist m.a. vera með stærstu „quilt” vélina sem völ er á, en slíkar vélar sauma munstrin í teppin. „Ég er með yfir 400 munstur í boði núna, sem er töluvert úrval,” segir hún.

Guðrún fer af stað með byrjendanmáskeið 26. janúar og í framhaldi af því verður námskeið í “paperpiecing”. “Þá ætlunin að hafa verkefnadaga hjá mér einu sinni til tvisvar í mánuði,” segir Guðrún.

Það er algengt að sögn Guðrúnar að konur séu að sauma bútasaum heima hjá sér. Hins vegar vantar þeim oft almennilega aðstöðu og félagsskap. „Hér er öll aðstaða fyrir hendi til að konur geti komið og saumað. Ég vil gera þennan stað að miðstöð fyrir bútasaumskonur. Það eina sem konur þurfa að koma með eru saumavélar, efni og helstu áhöld, allt annað er hér til staðar. Ég sel líka skurðarhnífa, stikur, mottur og ýmiss konar snið.”

Guðrún segir einnig að stefnt sé að því að fara í útsöluferð á Selfoss næstu helgi. Hún vill hvetja konur til að hringja til að fá nánari upplýsingar.

Opið er í Gallery Quilt frá kl. 14-18, virka daga og flest kvöld frá kl. 19:30-23.

Síminn í Gallery Quilt er 534-1475 og 690-1475.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024