Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Gallerý Björg opnar að nýju með hækkandi sól
Þriðjudagur 10. mars 2009 kl. 19:30

Gallerý Björg opnar að nýju með hækkandi sól

Eins og mörgum er kunnugt hefur handverksfólk á Suðurnesjum rekið búðina Gallerí Björg að Hafnargötu 2 í Keflavík og selt þar ýmsar vörur en mest þó prjónavörur. Hefur búðin verið rekin í sjálfboðavinnu svo að félagsmenn komi vöru sinni á framfæri.

Eftir að Björgin var opnuð á Suðurgötu hefur gætt mikils misskilnings og hefur Gallerí Björg oft verið ruglað saman við Björgina á Suðurgötunni sem er leiðinlegt fyrir báða aðila.

Skömmu eftir áramótin síðustu tóku Bjargarkonur þá ákvörðun að loka búðinni vegna frekar slælegrar sölu. Það hafa ávallt komið toppar í söluna í kringum jól og Ljósanæturhelgina en það dugar illa til reksturs allt árið.

Yfir sumartímann hafa ferðamenn töluvert litið við og verslað og eru lopapeysurnar þá mjög vinsælar. En betur má ef duga skal og því miður hafa rútur fullar af ferðamönnum oft ekið framhjá versluninni sem er synd og þá aðallega ferðamannanna vegna.

Nú með hækkandi sól hafa Bjargarkonur mikinn hug á að opna verslunina aftur að Hafnargötu 2 en til þess að það megi vera vantar inn vörur og fólk sem er tilbúið til að taka þátt í rekstrinum.

Allir áhugasamir eru endilega beðnir um að hafa samband við Hörpu Jóhanns í síma 861-1824.

Þetta er kjörinn vettvangur til að koma sér og sínu á framfæri og um leið að halda einni elstu handversksverslun á Suðurnesjum gangandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024