Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Gallery-átta á nýjum stað
Fimmtudagur 11. apríl 2013 kl. 09:13

Gallery-átta á nýjum stað

Föstudaginn 12. apríl nk. kl. 18.00 mun Gallery-átta opna á nýjum stað að Hafnargötu 21,  áður Sportbúð Óskars.  Í galleríinu er til sölu fjölbreytt úrval af  listmunum og hönnun.  Alls ellefu listakonur standa að galleríinu, en það eru þær: Hildur Harðardóttir, Dröfn H. Guðmundsdóttir, Steinunn Guðnadóttir, Hjördís Hafnfjörð, Sveindís Valdimarsdóttir, Dagmar Róbertsdóttir (Dalla), María Arnardóttir,  Sigurbjörg Gunnarsdóttir (Bagga), Magdalena Sirrý Þórisdóttir, Sigríður Á. Guðmundsdóttir (Sigga Dís) og Margrét Ríkharðsdóttir (Akureyri).  

Við þökkum öllum þeim sem áttu viðskipti við okkur að Hafnargötu 26 og vonumst til að sjá þá alla ásamt fleirum á nýja staðnum að Hafnargötu 21.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024