Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Gagnaver fyrir Ásbrú flutt til landsins um næstu helgi
Sunnudagur 2. október 2011 kl. 16:26

Gagnaver fyrir Ásbrú flutt til landsins um næstu helgi

Bílalest frá Colt Data Centre í Bretlandi mun leggja af stað eftir rúma sjö sólarhringa með 37 gámaeiningar af stærstu gerð. Bílalestin flytur farminn í flutningaskip sem síðan mun flytja gagnaverið til Íslands. Þar verður það sett upp í húsakosti Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Colt Data Centre gerir mikið úr viðburðinum og hefur m.a. sett upp vefsíðu þar sem talið er niður til þeirrar stundar sem bílalestin heldur af stað.

Gagnaverið sem flutt verður til landsins samanstendur af 37 nokkurs konar gámaeiningum sem verður púslað saman á Ásbrú í gömlu vöruhúsi Varnarliðsins. Þegar einingunum hefur verið raðað saman verður til 500 fermetra gagnaver sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem mun eingöngu notast við græna orku frá fallvötnum og af háhitasvæðum.

Í frétt á vef Colt Data Centre segir að nýja gagnaverið verði komið í notkun á Ásbrú fyrir árslok. Þá er vakin athygli á því að kalt loftslag á Íslandi verði notað til að kæla gagnaverið.

Þær einingar sem Colt Data Centre framleiðir eru sveigjanlegri leið fyrir gagnaver til að stækka. Með búnaði Colt Data Centre sé hægt að stækka gagnaver á skemmri tíma. Húsakostur Verne Global á Ásbrú getur rúmað nokkrar einingar samskonar þeirri sem send verður til Íslands um næstu helgi.

Hér má sjá myndband um nýja gagnaverið.