Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Gæðaviðurkenningar á Diamond Suites og Hótel Keflavík
Steinþór Jónsson hótelstjóri ásamt eiginkonu sinni, Hildi Sigurðardóttur, á Diamond Suites.
Sunnudagur 7. apríl 2019 kl. 12:14

Gæðaviðurkenningar á Diamond Suites og Hótel Keflavík

Bestu hótel landsins hjá LTG eða Luxuary Travel Guide

Diamond Suites og Hótel Keflavík fengu bæði viðurkenningu í vikunni sem bestu hótel landsins hjá LTG eða Luxuary Travel Guide. Diamond Suites fékk viðurkenninguna „Luxuary Boutique Hotel of the Year“ og Hótel Keflavík fékk viðurkenninguna „Luxuary Airport Hotel of the Year“.
 
„Ég er sérstaklega stoltur af þessum viðurkenningum því við höfum lagt upp með þann metnað að flugvallarhótel þurfi ekki bara að vera 3 stjörnu eða stöðluð gisting eins og þekkt er við flesta flugvelli. Við viljum að gestir okkar upplifi sína bestu nótt á Íslandi hvort sem það er 5 stjörnu gisting á Diamond Suites eða lúxus gisting á Hótel Keflavík,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri í tilkynningu. 
 
„Það má og á að vera tilhlökkun að gista fyrir eða eftir brottför með gæðin í fyrirrúmi eins og aðrar nætur í fríi fólks. Þess vegna er staðsetning okkar hótels við miðbæ Keflavíkur án efa sú allra besta með alla þá þjónustu og fallegu gönguleiðir sem bærinn okkar bíður uppá en samt staðsett við flugvöllinn,“ segir Steinþór Jónsson jafnframt.
 
Miklar endurbætur hafa verið unnar á Hótel Keflavík síðustu ár en nú sér fyrir endann á þeim. „Við höfum fengið algjörlega frábærar viðtökur á KEF restaurant en þar er fullt flest alla daga eftir algjörar endurbætur og 10 mánaða framkvæmdir. Í síðustu viku vorum m.a. að leggja lokahönd á flísalögn allra hótelganga á Hótel Keflavík með Versace flísum samskonar og prýða gólffleti Diamond Suites. Einnig erum við að leggja lokahönd á nýtt og algjörlega endurbætt Gistheimili á næstu vikum samhliða endurnýjun á rest af herbergjum hótelsins með það loka markmið að endurnýja móttökuna sem fimm stjörnu „boutique“ hótel. Þannig yrði hótelið allt endurbætt frá toppi til táar og glænýtt að innan sem utan en með sína 33 ára sögu. Takist það þá er framtíðarmarkið fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 1986 að reka gæða hótel, nú með 3ja, 4ra og 5 stjörnu stöðlum, og glæsilegan veitingastað við flugvöllinn fullkomnað. Góðir hlutir gerast hægt og í dag eftir stór gjaldþrot og óvissutíma í ferðaþjónustunni sannast hið fornkveðna að kapp er alltaf best með forsjá og betra að eiga fyrir því sem framkvæmt er þó það taki tíma,“ segir Steinþór að lokum.

 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024