Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fyrsti Toyota Prius Plug-in afhentur í Reykjanesbæ
Ævar, Margrét og Elías með fyrsta Prius Plug-in bílinn.
Miðvikudagur 12. september 2012 kl. 13:49

Fyrsti Toyota Prius Plug-in afhentur í Reykjanesbæ

Fyrsta Toyota Prius Plug-in bifreiðin, nýjasta viðbótin við Prius fjölskylduna hjá Toyota var afhent hjá Toyota í Reykjanesbæ í gær. Bíllinn var frumsýndur um síðustu helgi á opnunarhátíð Toyota í Kauptúni.

Prius Plug-in er eins og venjulegur Prius en auk þess má aka honum allt að 25 km á rafmagni eingöngu. Bensínnotkun er því í lágmarki, aðeins frá 2,1 l í blönduðum akstri.

Um 90 mínútur tekur að hlaða rafhlöðu bílsins og dugar hleðslan flestum sem búa í þéttbýli í daglegum akstri. Þegar búið er að aka á hleðslunni tekur venjuleg bensínvél við.

Það var Margrét Emilsdóttir sem tók við bílnum hjá Toyota í Reykjanesbæ. Með henni á myndinni eru Ævar Ingólfsson og Elías Jóhannsson frá Toyota. Fleiri Prius Plug-in verða síðan afhentir á næstu vikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024