Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fyrsta Victoria‘s Secret Beauty & Accessories verslunin opnar í Fríhöfninni
Þriðjudagur 14. febrúar 2012 kl. 14:30

Fyrsta Victoria‘s Secret Beauty & Accessories verslunin opnar í Fríhöfninni

- á hlaupársdegi 2012.

Fríhöfnin mun þann 29. febrúar n.k. opna fyrstu Victoria‘s Secret verslunina á Íslandi í brottfararverslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Victoria Secret er Íslendingum að góðu kunn en fyrirtækið er leiðandi í smásölu á snyrtivörum og undirfatnaði fyrir konur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í versluninni sem er 70m2 að stærð, býðst viðskiptavinum Fríhafnarinnar mikið úrval af vinsælustu vörunum í Victoria‘s Secret Beauty vörulínunni, þar á meðal verða hin þekktu Bombshell og VS Angel ilmvötn, sem slegið hafa í gegn víða um heim. Þar verður einnig boðið upp á sérstakt úrval af leðurvörum, töskum, nærbuxum, bolum og öðrum hátísku fylgihlutum frá Victoria‘s Secret.


Hönnunin á þessari fyrstu Victoria's Secret verslun í Fríhöfninni er glæsileg í alla staði, en ljósmyndir af ofurfyrirsætum Victoria‘s Secret sem prýða verslunina undirstrika fágun, kynþokka og unglegt útlit.


Fríhöfnin býður innlendum og erlendum ferðamönnum á leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar framúrskarandi þjónustu og fjölbreytt vöruúrval á samkeppnishæfu verði. Opnun Victoria‘s Secret verslunar í brottfarardeild er nýjasta viðbótin í þeirri miklu framþróun sem hefur átt sér stað innan Fríhafnarinnar á undanförnum misserum.


Viðskiptavinir Fríhafnarinnar geta kynnt sér úrvalið áður en þeir koma í flugstöðina á heimasíðu fyrirtækisins www.dutyfree.is Þeir geta einnig nýtt sér þá þjónustu að panta í gegnum vefinn og sækja við komuna á flugvöllinn, hvort heldur í brottfarar- eða komuverslun Fríhafnarinnar.


Victoria‘s Secret er leiðandi fyrirtæki í sölu á undirfötum og snyrtivörum. Victoria's Secret býður hágæða ilmvötn og snyrtivörur í nýtísku vörulínum. Þekktar ofurfyrirsætur og heimsfrægar tískusýningar eru aðalsmerki fyrirtækisins. Victoria's Secret er dótturfyrirtæki Limited Brands (NYSE:LTD) og rekur meira en 1.000 “Victoria's Secret Lingerie and Beauty” verslanir. Viðskiptavinir geta keypt vörur fyrirtækisins hvar sem er og hvenær sem er í verslununum og eða í gegnum vörulista á heimasíðu Victoria‘s Secret www.VictoriasSecret.com.