Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fyrsta sending af ferskum fiski frá Marmeti til útlanda
Lausfrystirinn er eitt af háþróuðu tækjum Marmetis.
Fimmtudagur 7. mars 2013 kl. 12:54

Fyrsta sending af ferskum fiski frá Marmeti til útlanda

30 manns komnir til starfa, verða fleiri en 40 á næstu vikum.

„Fyrsta sendin okkar af ferskum fiskafurðum fór til New York og Frakklands í gær. Þetta er allt að koma. Við verðum komnir í góðan gír eftir nokkrar vikur,“ segir Rúnar Sigurvinsson, framkvæmdastjóri hátækni fiskvinnslunnar Marmetis sem hóf rekstur í Sandgerði nýlega.

Rúnar segir að fyrstu dagar og vikurnar hafi farið í þjálfun starfsfólks en það hafi eðilega tekið tíma því notaður er hátækni vélbúnaður til að ná fram mestu hugsanlegum gæðum. „Við förum að detta inn á markaðinn núna og kaupa fisk. Síðustu tækin eru að koma í hús þannig að þetta er allt að gerast. Hér eru núna um 30 manns komnir til starfa en þeir munu verða fleiri en fjörutíu þegar allt verður komið í fullan gang eftir nokkrar vikur. Við gefum okkur þó 12 til 18 mánuði til að ná fullum afköstum, einblínt verður á gæði vörunnar en afköstin koma með tímanum. Við ættum að geta gert fína hluti hérna,“ sagði Rúnar.

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gerði ívilnunarsamning við Marmeti vegna byggingar fiskvinnslunnar. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð 609 milljónir, framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 5.000 tonn og gert er ráð fyrir rúmlega 40 starfsmönnum við rekstur vinnslunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar úrskýrði fyrir Steingrími Joð starfsemi fiskvinnslunnar. Örn Erlingsson, eigandi er lengst til hægri.

Hér má sjá videoinnslag VF eftir undirritun samnings Marmetis og Atvinnuvegaráðuneytisins fyrir skömmu.