Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Miðvikudagur 5. apríl 2000 kl. 14:20

Fyrsta hvalaskoðunarferð ársins

Helga Ingimundardóttir hefur boðið uppá hvalaskoðunarferðir sl. 6 ár. Fyrirtækið heitir Ferðaþjónusta Suðurnesja og er nú orðið vel þekkt á markaðnum. Fyrir ári síðan tók Helga í notkun, bátinn Andreu, sem er tæplega 40 tonna stálbátur og rúmar 55 farþega. Lagt er upp í ferðir frá Keflavíkurhöfn sjö daga vikunnar kl. 10:45 en fyrsta ferð ársins var farinn sl. sunnudag. Tuttugu erlendir ferðamenn fóru með í hvalaskoðunarferðina og skemmtu sér konunglega í góðu veðri. Farþegarnir urðu ekki fyrir vonbrigðum því hvalirnir létu sjá sig og aðstæður til fuglaskoðunar voru frábærar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024