Fyrirtækjasýning í Garði opnuð í dag
Fyrirtækjasýning verður opnuð í íþróttamiðstöðinni í Garði síðdegis í dag. Sýningin opnar kl. 18:00 með formlegri dagskrá og verður opin til kl. 20:00. Á morgun og sunnudag verður sýningin opin frá kl. 11-17 báða dagana.
Sveitarfélagið Garður stendur fyrir sýningunni en á henni munu fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklingar í Garði kynna starfsemi sína og framleiðslu.
Samtals taka 49 aðilar þátt í sýningunni. Kvenfélagið Gefn verður með kaffisölu og þá verður barnahorn á staðnum auk þess sem Steinbogi kvikmyndagerð sýnir kvikmyndir.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gærkvöldi þegar unnið var að undirbúningi sýningarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi
Séð yfir sýningarsvæðið í íþróttamiðstöðinni í Garði.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður í Garði mun sýna myndlist og ætlar að mála mynd af lunda um helgina á sýningarsvæði sínu.
Þessi skemmtilegu líkön af gömlum byggingum í Garði verða m.a. á sýningunni.