Fyrirtæki í Garði koma saman á sýningu
Dagana 4. til 6. október nk. stendur Sveitarfélagið Garður fyrir fyrirtækjasýningu í Íþróttamiðstöðinni í Garði. Á sýningunni munu fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklingar í Garði kynna starfsemi sína og framleiðslu.
Fyrirtækjasýningin í Garði verður formlega opnuð almenningi föstudaginn 4. október kl. 18:00, með opnunardagskrá. Sýningin verður opin almenningi föstudaginn 4. október kl. 18:00 – 20:00. Laugardaginn 5. október og sunnudaginn 6. október kl. 11:00 – 17:00.
Aðgangur að fyrirtækjasýningunni er ókeypis og allir velkomnir.