Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fundað með fulltrúum fyrirtækja á Suðurnesjum
Miðvikudagur 12. maí 2010 kl. 08:45

Fundað með fulltrúum fyrirtækja á Suðurnesjum


Íslandsbanki stóð í gærmorgun fyrir opnum fundi í Stapa fyrir fyrirtæki í viðskiptum við bankann á Suðurnesjum.
Á fundinum kynnti Birna Einarsdóttir starfsemi bankans á síðastliðnum 18 mánuðum og fjallaði almennt um stöðu fyrirtækja í viðskiptum við Íslandsbanka. Í máli hennar kom fram að um 40% fyrirtækja væri í fullum skilum við bankann.
Hún sagði að eftir hrun hafi skilanefndin staðið uppi með hrætt starfsfólk og mörg þúsund óánægða viðskiptavini. Verkefnið hefði verið ærið en mikið hefði áunnist á þeim tíma sem liðin væri frá hruninu.


Una Steinsdóttir fór yfir þau almennu úrræði sem í boði eru fyrir fyrirtæki, kynnti skuldaaðlögun fyrirtækja og þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að fara í gegnum slíkt ferli hjá bankanum. Ingólfur Bender fjallaði svo um efnahagsumhverfi fyrirtækja síðustu mánuði og rýndi aðeins í framtíðina.

Í lok fundarins gafst fundarmönnum kostur á að spyrja spurning og spunnust líflegar umræður um stöðu fyrirtækja á Íslandi og atvinnulífs á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024