Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fullbúin öryggisíbúð til sýnis á Nesvöllum
Föstudagur 22. febrúar 2008 kl. 12:05

Fullbúin öryggisíbúð til sýnis á Nesvöllum

Nú er svæðið á Nesvöllum óðum að taka á sig betri mynd og í því tilefni verður opið hús helgina 23.-24. febrúar í fjölbýli öryggisíbúða Nesvalla við Njarðarbraut milli kl. 13 og 17 báða daga. Í fréttatilkynningu frá Nesvöllum segir að öryggisíbúðir Nesvalla byggi á hönnun sem miðar að hámarks öryggi og þægindum fyrir eldri borgara. Í þeim er innangengt í þjónustumiðstöð sem býður upp á fjölbreytta þjónustu og félagsstarf. Sólarhrings vaktþjónusta verður í húsinu. Íbúðirnar eru í nokkrum stærðum og gerðum og hafa nú þegar notið vinsælda og þó nokkrir hafa nú þegar fest sér íbúð.

Nú er lokið fyrsta hluta fjölbýlisins, en seinni hlutinn verður fullbúinn í maí á þessu ári. Þetta eru fyrstu öryggisíbúðir sem byggðar eru á Suðurnesjum og verður spennandi að sjá viðtökur almennings við þessari nýjung á húsnæðismarkaðnum á svæðinu. Fulltrúar Nesvalla verða á svæðinu til að veita allar nánari upplýsingar og eru allir velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024