Frumkvöðlar bjóða í heimsókn
Opið hús verður í Eldey á Ásbrú miðvikudaginn 9. nóvember frá kl. 19 - 22
„Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar í frumkvöðlasetrið Eldey að Grænásbraut 506 á Ásbrú frá kl 19-22. Það verður fullt hús af íslenskum hönnuðum og frumkvöðlum og frábær tilboð í gangi. Einnig munum við vera með vegleg happadrætti um kvöldið. Hlökkum til að sjá sem flesta!,“ segir í tilkynningu frá frumkvöðlasetrinu.