Fróðleiksfundur um skattamál
- hjá KPMG í dag, fimmtudag kl. 16:30
Í dag, fimmtudaginn 13. febrúar, heldur KPMG í Reykjanesbæ fróðleiksfund um skattamál. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu félagsins í Krossmóa 4 og byrjar kl. 16:30. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti frá kl. 16:15.
Fyrir fundinn eða frá kl. 13:30-15:30 verða skattasérfræðingar KPMG til taks til skrafs á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, gestum að kostnaðarlausu.
Dagskrá:
Helstu skattalagabreytingar árið 2013.
Meðal þess sem fjallað verður um er afnám 20/50 reglunnar, breytingar á reglum um reiknað endurgjald og nýjar reglur um frádrátt á móti dagpeningum og ökutækjastyrkjum.
Hvað fer úrskeiðis í sköttum?
Meðal þess sem fjallað verður um er hvað fer oftast úrskeiðis í virðisaukaskatti.
Skattamál ferðaþjónustu.
Meðal þess sem fjallað er um eru einkenni og skattlagning helstu rekstrarforma og flækjustig virðisaukaskatts í ferðaþjónustu.
Þátttaka er án endurgjalds og veitir einingar hjá FLE.