Frjálsi kaupir í SpKef
Frjálsi fjárfestingarbankinn, sem er dótturfélag SPRON, hefur fest kaup á fimm prósenta hlut í Sparisjóðnum í Keflavík. Viðskiptin fóru fram á genginu 2,2 þannig að kaupverðið hefur verið um 100 milljónir króna. Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, greinir frá þessu í dag.
Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Frjálsa fjárfestingarbankans, segir að bankinn líti á kaupin sem góða langtímafjárfestingu. Stór en fá viðskipti hafa verið með bréf í Sparisjóðnum í Keflavík að undanförnu en yfir tíu prósent stofnfjár hafa skipt um hendur. Meðal annarra kaupenda eru fjárfestar á Suðurnesjunum. Yfir 500 aðilar eiga stofnfé í sparisjóðnum.
Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Frjálsa fjárfestingarbankans, segir að bankinn líti á kaupin sem góða langtímafjárfestingu. Stór en fá viðskipti hafa verið með bréf í Sparisjóðnum í Keflavík að undanförnu en yfir tíu prósent stofnfjár hafa skipt um hendur. Meðal annarra kaupenda eru fjárfestar á Suðurnesjunum. Yfir 500 aðilar eiga stofnfé í sparisjóðnum.