Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Fríhöfnin styður við íslenska hönnun, Spiral í Dutyfree Fashion
Þriðjudagur 2. nóvember 2010 kl. 11:01

Fríhöfnin styður við íslenska hönnun, Spiral í Dutyfree Fashion

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fríhöfnin tók við rekstri SagaShop af Icelandair í júlí síðastliðnum og hefur nafni verslunarinnar verið breytt í Dutyfree Fashion og vöruúrval verslunarinnar hefur tekið breytingum.

Dutyfree Fashion hefur um árabil boðið upp á skó frá Loyds og fatnað frá BOSS, Steinunni Sigurðardóttur, Woolford, Farmers market og Burberry en Dutyfree Fashion er eina verslunin á Íslandi sem býður upp á Burberry fatnað.

Nú hefur Fríhöfnin tekið þá ákvörðun að ýta enn frekar undir íslenska framleiðslu. Fyrsta skrefið í þá átt var tekið í síðustu viku þegar keflvískir fatahönnuðir, þær Íris Jónsdóttir og Ingunn Yngvadóttir komu með Spiral línuna sína í Dutyfree Fashion.

Þar sem Fríhöfnin tók við rekstri fataverslunarinnar fyrir skemmstu þá var tekin sú ákvörðun að reyna að tengja verslanir Fríhafnarinnar betur við Dutyfree Fashion og því hafa gínur, klæddar í fatnað frá Dutyfree Fashion verið settar inn í brottfararverslun Fríhafnarinnar og viðskiptavinir fá afslátt í Dutyfree fashion.

Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segir að það sé ánægjulegt að geta boðið upp á vörur frá þeim í Spiral og vonar að það verði til þess að ýta undir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Það eru fjölmörg tækifæri til þess að ýta undir slíka hluti hér á svæðinu og þetta er vonandi bara fyrsta skrefið af mörgum.

Ingunn, Íris og Ásta Dís á efstu myndinni. Á hinum myndunum má sjá inn í DutyFree Fashion og sýningarbásinn í Fríhafnarversluninni.