Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fríhöfnin í hópi fyrirmyndarfyrirtækja
Miðvikudagur 23. maí 2012 kl. 10:02

Fríhöfnin í hópi fyrirmyndarfyrirtækja



Fríhöfnin var valin eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum ársins í könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað á dögunum. Hún náði til um 44 þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði, en SFR hefur verið í samstarfi við VR um valið á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins um árabil. Eftirtalið var mælt; ánægja í starfi, stolt, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækisins og trúverðugleiki stjórnenda.

Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdarstjóri Fríhafnarinnar var að sjálfsögðu hæstánægð með fréttirnar. ,,Það hefur mikla þýðingu fyrir fyrirtæki eins og Fríhöfnina að komast í hóp fyrirtækja sem eru til fyrirmyndar. Fríhöfnin kom ný inn á listann í ár og varð númer 4 af 93 stofnunum í valinu á ,,stofnun ársins“ en þar eru félög sem eru í eigu hins opinbera. Fríhöfnin er einkahlutafélag og því ekki stofnun, en hún er dótturfyrirtæki Isavia og starfsmenn fyrirtækisins eru í SFR. Hjá Fríhöfninni starfar gríðarlega öflugur og samhentur hópur fólks sem hefur það að markmiði að gera betur á hverjum einasta degi og við höfum gaman af því sem við erum að gera. Það eru forréttindi að fá að starfa með þessum hópi hér á Suðurnesjum,“ sagði Ásta Dís í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024