Friðrik fékk fyrsta Tucson jeppann hjá GE bílum
Suðurnesjamaðurinn Friðrik Jakobsson fékk afhentan fyrsta Hyundai Tucson jeppann hjá GE bílum í Reykjanesbæ en ný útfærsla bílsins var sýnd nýlega.
„Við fengum mjög góð viðbrögð þegar við vorum með sýningu nýlega enda er hér á ferðinni ótrúlega vel útbúiinn og skemmtilegur bíll á góðu verði,“ sagði Þorlákur í GE bílum.
Við endurhönnum Tucson var mikil áhersla lögð á framsækið og nútímalegt útlit. Hægt er að fá bílinn í nokkrum útgáfum eftir búnaðarstigi. Grunngerðirnar eru Tucson Classic og Tucson Comfort sem eru nokkuð vel útbúnar, m.a. á 17“ álfelgum og með öllu því helsta sem nýir bílar hafa upp á að bjóða í dag. Tucson Style hefur að auki 360° öryggismyndavélabúnað með akgreinavara og neyðarhemlun og að auki íslenskan leiðsögubúnað í 8" litaskjá í mælaborði.
Dýrasta útfræslan heitir Tucson Premium sem er á 19“ álfelgum. Sá bíll er búinn lofkældum framsætum, rafdrifinni opnum á afturhlera og Panorama glerþaki svo eitthvað sé nefnt. Hyundai Tucson kostar frá 5.490.000 kr.