Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Viðskipti

Friðrik fékk fyrsta Tucson jeppann hjá GE bílum
Friðrik tekur við bílnum hjá Þorláki bílasala hjá GE.
Mánudagur 7. september 2015 kl. 09:50

Friðrik fékk fyrsta Tucson jeppann hjá GE bílum

Suðurnesjamaðurinn Friðrik Jakobsson fékk afhentan fyrsta Hyundai Tucson jeppann hjá GE bílum í Reykjanesbæ en ný útfærsla bílsins var sýnd nýlega.

„Við fengum  mjög góð viðbrögð þegar við vorum með sýningu nýlega enda er hér á ferðinni ótrúlega vel útbúiinn og skemmtilegur bíll á góðu verði,“ sagði Þorlákur í GE bílum.

Við endurhönnum Tucson var mikil áhersla lögð á framsækið og nútímalegt útlit. Hægt er að fá bílinn í nokkrum útgáfum eftir búnaðarstigi. Grunngerðirnar eru Tucson Classic og Tucson Comfort sem eru nokkuð vel útbúnar, m.a. á 17“ álfelgum og með öllu því helsta sem nýir bílar hafa upp á að bjóða í dag. Tucson Style hefur að auki 360° öryggismyndavélabúnað með akgreinavara og neyðarhemlun og að auki íslenskan leiðsögubúnað í 8" litaskjá í mælaborði.

Dýrasta útfræslan heitir Tucson Premium sem er á 19“ álfelgum. Sá bíll er búinn lofkældum framsætum, rafdrifinni opnum á afturhlera og Panorama glerþaki svo eitthvað sé nefnt. Hyundai Tucson kostar frá 5.490.000 kr.   

Dubliner
Dubliner