Frétt um hugsanlegt álver í Helguvík ýtti undir gengi krónunnar
Gengi krónunnar hefur hækkað í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í morgun um tæplega 0,8%. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka segir, að ástæðan sé frétt um að Norðurál, Reykjanesbær og Hitaveita Suðurnesja hafi undirritað samkomulag um könnun á möguleikum á rekstri allt að 200-250 þúsund tonna álvers í Helguvík. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.
Segir Greining Íslandsbanka, að um sé að ræða nokkuð stóra fjárfestingu sem gæti haft þau áhrif að núverandi hagvaxtarskeið myndi teygja anga sína lengra fram í tímann en áður hefur verið reiknað með
Segir Greining Íslandsbanka, að um sé að ræða nokkuð stóra fjárfestingu sem gæti haft þau áhrif að núverandi hagvaxtarskeið myndi teygja anga sína lengra fram í tímann en áður hefur verið reiknað með