Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Frétt um hugsanlegt álver í Helguvík ýtti undir gengi krónunnar
Þriðjudagur 17. maí 2005 kl. 13:01

Frétt um hugsanlegt álver í Helguvík ýtti undir gengi krónunnar

Gengi krónunnar hefur hækkað í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í morgun um tæplega 0,8%. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka segir, að ástæðan sé frétt um að Norðurál, Reykjanesbær og Hitaveita Suðurnesja hafi undirritað samkomulag um könnun á möguleikum á rekstri allt að 200-250 þúsund tonna álvers í Helguvík. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.

Segir Greining Íslandsbanka, að um sé að ræða nokkuð stóra fjárfestingu sem gæti haft þau áhrif að núverandi hagvaxtarskeið myndi teygja anga sína lengra fram í tímann en áður hefur verið reiknað með
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024