Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum
Þriðjudagur 15. febrúar 2011 kl. 12:18

Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum

Sex fyrirtæki á Suðurnesjum a.m.k. eru á meða 177 fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla skilyrði Creditinfo sem staðfestir að fyrirtækin flokkist sem framúrskarandi fyrirtæki. Þessi fyrirtæki eru K&G ehf. í Sandgerði, SI Raflagnir ehf. í Garði, Fiskverkun Ásbergs ehf. Sandgerði, Verkfræðistofa Suðurnesja ehf., Fram Foods Ísland hf. og Landslög lögfræðiþjónusta ehf.


Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu  sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins.  Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 177 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem  framúrskarandi fyrirtæki.


Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 í CIP áhættumati Creditinfo.


Sjá frétt Creditinfo.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024