Framtíð verslunar og þjónustu í Reykjanesbæ
Föstudaginn 17. maí n.k. kl. 8:00 mun Markaðs-, atvinnu- og menningarsvið (MOA) ásamt Umhverfis- og tæknisviði Reykjanesbæjar standa fyrir morgunverðarfundi um framtíð Hafnargötunnar og framtíðarsýn verslunar og þjónustu í bænum.
Umhverfis- og tæknisviðið mun kynna fyrirhugaðar framkvæmdir við Hafnargötuna en arkitektar luku nýverið vinnu sinni þar að lútandi.
Fulltrúi frá Gatnamálastjóranum í Reykjavík, Harald B. Alfreðsson, mun kynna fyrirkomulag sem haft var á upptöku gatna í miðborginni í Reykjavík, en þær framkvæmdir heftu aðgengi að verslunum og þjónustufyrirtækjum á meðan á þeim stóð. Framkvæmdum í miðborginni er ekki lokið og um þessar mundir er Skólavörðustígurinn sundurgrafinn. Víðir Þorgrímsson, kaupmaður í Tösku- og hanskabúðinni við Skólavörðustíg, mun segja frá sinni reynslu hvað varðar framkvæmdirnar.
Starfsfólk MOA kynnir verkefni sem fyrirhugað er að vinna með þremur öðrum Norðurlandaþjóðum en verkefninu er ætlað að styrkja innviði lítilla verslunar- og þjónustufyrirtækja með því m.a. að bjóða upp á þjónustukannanir og námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk þátttökufyrirtækja.
Þá verður kynnt ný þjónusta sem MOA getur nú boðið upp á en um er að ræða úttektir á þjónustuþáttum og kerfisbundinn samanburð við önnur fyrirtæki auk stöðumats innan EFQM gæðastjórnunarlíkansins. Notast er við Service Microscope Benchmarking sem á íslensku útleggst hagnýt viðmið og er talið eitt framsæknasta stjórntæki fyrirtækja í dag. Í farvatninu er einnig að bjóða upp á Micro Business Review fyrir mjög smá fyrirtæki, í samvinnu við Impru, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja en það byggir á sama grunni og Service Microscope.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Matarlystar, Iðavöllum 1, kl. 8:00, föstudaginn 17. maí en þar verður hægt verður að kaupa morgunkaffi og með því.
Gert er ráð fyrir að fundurinn standi ekki lengur en til 9:45.
Fulltrúar Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar munu sitja fyrir svörum á fundinum auk fulltrúa frá Umhverfis- og tæknideild og starfsmönnum MOA.
Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta og taka þátt í stefnumótun um framtíðina.
Starfsfólk MOA og Umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar
Frétt af vef Reykjanesbæjar.
Umhverfis- og tæknisviðið mun kynna fyrirhugaðar framkvæmdir við Hafnargötuna en arkitektar luku nýverið vinnu sinni þar að lútandi.
Fulltrúi frá Gatnamálastjóranum í Reykjavík, Harald B. Alfreðsson, mun kynna fyrirkomulag sem haft var á upptöku gatna í miðborginni í Reykjavík, en þær framkvæmdir heftu aðgengi að verslunum og þjónustufyrirtækjum á meðan á þeim stóð. Framkvæmdum í miðborginni er ekki lokið og um þessar mundir er Skólavörðustígurinn sundurgrafinn. Víðir Þorgrímsson, kaupmaður í Tösku- og hanskabúðinni við Skólavörðustíg, mun segja frá sinni reynslu hvað varðar framkvæmdirnar.
Starfsfólk MOA kynnir verkefni sem fyrirhugað er að vinna með þremur öðrum Norðurlandaþjóðum en verkefninu er ætlað að styrkja innviði lítilla verslunar- og þjónustufyrirtækja með því m.a. að bjóða upp á þjónustukannanir og námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk þátttökufyrirtækja.
Þá verður kynnt ný þjónusta sem MOA getur nú boðið upp á en um er að ræða úttektir á þjónustuþáttum og kerfisbundinn samanburð við önnur fyrirtæki auk stöðumats innan EFQM gæðastjórnunarlíkansins. Notast er við Service Microscope Benchmarking sem á íslensku útleggst hagnýt viðmið og er talið eitt framsæknasta stjórntæki fyrirtækja í dag. Í farvatninu er einnig að bjóða upp á Micro Business Review fyrir mjög smá fyrirtæki, í samvinnu við Impru, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja en það byggir á sama grunni og Service Microscope.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Matarlystar, Iðavöllum 1, kl. 8:00, föstudaginn 17. maí en þar verður hægt verður að kaupa morgunkaffi og með því.
Gert er ráð fyrir að fundurinn standi ekki lengur en til 9:45.
Fulltrúar Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar munu sitja fyrir svörum á fundinum auk fulltrúa frá Umhverfis- og tæknideild og starfsmönnum MOA.
Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta og taka þátt í stefnumótun um framtíðina.
Starfsfólk MOA og Umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar
Frétt af vef Reykjanesbæjar.