Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Framleiðslugetan aukin um 50%
Föstudagur 13. janúar 2006 kl. 13:04

Framleiðslugetan aukin um 50%

Harðviðarfyritækið GeoPlank ehf. sem staðsett er í Grindavík hefur að undanförnu verið að auka framleiðslugetu sína um 40 – 50%. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.

Aukning framleiðslugetunnar er meðal annars sprottinn af aukinni eftirspurn en Ingi G. Ingason, nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins, segir verkefnastöðu GeoPlank efh. vera góða. Félagið mun m.a. annars opna sína fyrstu verslun í Síðumúla 13 í samstarfi við Trésmiðjuna Borg.

Aðsetur GeoPlank ehf. eru í Grindavík að Seljabót 7 og starfa 9 manns hjá félaginu og er gert ráð fyrir að bæta við starfsfólki á næstunni vegna aukinna verkefna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024