Framkvæmdir á 5 milljarð við flugvöllinn
Gert er ráð fyrir að framkvæmt verði fyrir hátt í 5 milljarða króna við alþjóðlega flugvöllinn á Miðnesheiði á þessu ári.
Þetta kom fram á nýliðnu framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar þann 9. mars sl. en þar sagði Stefán Jónsson forstöðumaður fasteignasviðs FLE að gera mætti ráð fyrir að farþegafjöldi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fari úr 2 í 2,4 milljónir farþega á næstu 4 árum:
Tæpum 3,7 milljörðum króna verður varið til stækkunar á Leifsstöð á árinu en að auki verður 49 milljónum króna varið á árinu til þess að bæta aðgengi fólks að bílastæðum við FLE með því að yfirbyggja gangbrautir að þeim.
Einnig er gert ráð fyrir að 25 þúsund fermetra flugfraktsplan verði tilbúið á árinu en þær framkvæmdir eru á vegum Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli.
Á framkvæmdaþinginu kom fram í máli Ómars Þórs Edvardssonar hjá flugöryggissviði Flugmálastjórnar að mikil áhersla sé lögð á að aðskilja fragtflugþjónustu frá farþegaflugi. Stórt skref var stigið árið 2004 þegar nýtt flugþjónustuplan var tekið í notkun en með framkvæmdunum á þessu ári er bætt um betur. Áætlað er að framkvæmdin kosti kr. 250 milljónir.
Af vef Reykjanesbæjar
Þetta kom fram á nýliðnu framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar þann 9. mars sl. en þar sagði Stefán Jónsson forstöðumaður fasteignasviðs FLE að gera mætti ráð fyrir að farþegafjöldi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fari úr 2 í 2,4 milljónir farþega á næstu 4 árum:
Tæpum 3,7 milljörðum króna verður varið til stækkunar á Leifsstöð á árinu en að auki verður 49 milljónum króna varið á árinu til þess að bæta aðgengi fólks að bílastæðum við FLE með því að yfirbyggja gangbrautir að þeim.
Einnig er gert ráð fyrir að 25 þúsund fermetra flugfraktsplan verði tilbúið á árinu en þær framkvæmdir eru á vegum Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli.
Á framkvæmdaþinginu kom fram í máli Ómars Þórs Edvardssonar hjá flugöryggissviði Flugmálastjórnar að mikil áhersla sé lögð á að aðskilja fragtflugþjónustu frá farþegaflugi. Stórt skref var stigið árið 2004 þegar nýtt flugþjónustuplan var tekið í notkun en með framkvæmdunum á þessu ári er bætt um betur. Áætlað er að framkvæmdin kosti kr. 250 milljónir.
Af vef Reykjanesbæjar