Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fram Foods semur við Sjóvá
Mánudagur 19. desember 2005 kl. 17:03

Fram Foods semur við Sjóvá

Sjóvá og Fram Foods hf. hafa undirritað samning um víðtæka tryggingavernd til handa Fram Foods í Svíþjóð, Frakklandi, Finnlandi og á Íslandi en Fram Foods sérhæfir sig í vinnslu sjávarafurða. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.

Samningur þessi byggir á samstarfi Sjóvá við breska tryggingafélagið Royal & SunAlliance. Í fréttatilkynningu segir að viðskiptavinir Sjóvá hafa aðgang að þróuðu þjónustuneti sem nær til 133 landa og því geta viðskiptavinir fengið aðgang að þjónustu í því landi sem trygging er veitt.

Í samtali við Víkurfréttir sagði Halldór Þórarinsson, stjórnarformaður Fram Foods, að um viss tímamót væri að ræða. „Þessi samningur gerir okkur kleift að tryggja okkur yfir alla línuna, en þetta er einn fyrsti samningur sinnar gerðar sem Sjóvá gerir. Við erum á mikilli siglingu og þessi samningur hjálpar okkur að halda áfram og taka næsta skref.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024