Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 30. maí 2000 kl. 19:42

Frábærar viðtökur við Nóatúni

Verslunin Nóatún opnaði sl. laugardag en mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa opnunina undanfarnar vikur. Að sögn Guðmundar Júlíussonar, verslunarstjóra, er þetta ein fullkomnasta matvöruverslun á landinu hvað varðar allar öryggisráðstafanir og aðbúnað.„Við sérhæfum okkur í fersku kjöti og grænmeti og leggjum allan okkar metnað í það. Við erum m.a. með skemmtilega nýjung sem er Chester Fried-kjúklingur. Það eru kjúklingabitar sem eru kryddaðir eftir sérstakri uppskrift og djúpsteiktir, en það lekur ekki af þeim eins mikil fita eins og oft vill verða. Þessir bitar hafa slegið í gegn hjá okkur, svo ekki sé meira sagt“, segir Guðmundur. Verslunin er er ekki stór en hún er falleg, ilmandi og björt og Guðmundur segir að starfsfólk leggi mila áherslu á góða þjónustu. „Við erum með lítinn ofn og bökum snittubrauð og rúmstykki og fleira góðgæti daglega, þannig að viðskiptavinir okkar geta fengið nýbökuð brauð allan daginn. Einnig erum við með kaffikvörn frá Kaffitári og fólk getur þar malað baunirnar sínar“, segir Guðmundur. Er verðlagið hjá ykkur sambærilegt við aðrar matvöruverslanir á svæðinu? „Verðið hjá okku miðast við þá þjónustu sem við veitum, en við erum í efsta þjónustustigi. Við erum samt ekki dýrastir á markaðinum“, segir Guðmundur og bætir við að viðskiptavinir hafi tekið Nóatúnsfólki frábærlega vel og kjötborðið sé rósin í hnappagat verslunarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024