Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Frábærar viðtökur
Fimmtudagur 9. ágúst 2007 kl. 14:01

Frábærar viðtökur

Á árinu opnaði nýtt hótel hér í Reykjanesbæ, Hótel Keilir. Það er á besta stað í bænum og í herbergjunum er útsýni annað hvort á mannlífið við Hafnargötuna eða glæsilegt útsýni yfir sjóinn og upplýst bergið.

Þorsteinn Lár markaðsstjóri Hótel Keilis segir viðtökurnar hafa verið frábærar síðan hótelið opnaði formlega 10. maí s.l. Það er alltaf eitthvað af gestum og það kemur fyrir að allt er uppbókað. Gestirnir hafa verið mjög ánægðir eins og sést best á gestabók sem haldin er á hótelinu. Þar lofa gestir hótelið mjög og orðsporið hefur ferðast víðar því reglulega koma gestir sem heyrt hafa af hótelinu gegnum vini og kunningja sem áttu þar ánægjulega dvöl.

Í sumar hefur meginþorri gesta verið erlendir ferðamenn og einnig er nokkuð um að flugáhafnir gisti á hótelinu milli vakta. Einnig er nokkuð af íslenskum gestum og þeir sem hafa gist á öðrum hótelum bæjarins segja að gott sé að fá nýtt hótel í bæjarfélagið því það auki á fjölbreytnina og gefi fleiri valmöguleika. Keilir auglýsir á netinu og í blöðum vítt og breytt um landið og eins og áður segir hjálpar mikið hversu ánægt fólk er með þjónustuna. Gott orðspor breiðist út og gestum fer fjölgandi.

Mynd: Feðgarnir Ragnar Skúlason og Þorsteinn Lár opnuði Hótel Keili í vor og eru ánægðir með viðtökunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024