Fólk meira að versla heima þetta árið
„Only the brave ilmurinn frá Diesel hefur verið mjög vinsæll fyrir herrann ásamt allri flórunni frá Adidas og koma þeir í gjafaöskju. Fyrir dömurnar er Lancome alltaf klassískt merki en Boss ilmurinn hefur einnig verið vinsæll,“ sagði starfsmaður Lyfju sem staðsett er í verlsunarmiðstöðinni í Krossmóa.
Aðspurð hvernig traffíkin hafi verið síðustu vikur sagði hún að það væri búið að vera stanlaust að gera og brjáluð traffík. „Okkur finnst eins og fólk sé meira að versla heima en áður og er það ekkert annað en jákvætt en auðvitað hjálpar það okkur að vera staðsett hérna í verslunarmiðstöðinni.“
VF-Myndir/siggijóns