Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

„Fólk er orðið þreytt á textavarpinu“
Fimmtudagur 22. janúar 2015 kl. 12:11

„Fólk er orðið þreytt á textavarpinu“

– segir Sindri Jóhannsson hjá flytime.is

„Hugmyndin kom upp eftir að við vorum að undrast á því að textavarpið væri enn vinsælasta leiðin til að nálgast flugupplýsingar á Íslandi. Við sáum auðvitað ekkert annað í stöðunni en að finna betri lausn á þessu máli,“ segir Sindri Jóhannson hjá Optimus margmiðlun. Fyrirtækið hannaði vefinn flytime.is. Vefurinn gerir flugáætlanir á Keflavíkurflugvelli mun aðgengilegri fyrir almenning. Flytime.is var í gær tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna í flokknum „Besti non-profit vefurinn“. Fyrirtækið Optimus margmiðlun starfrækja þeir Sindri Jóhannsson og Sölvi Logason í Reykjavík en báðir koma þeir frá Reykjanesbæ.

„Vefurinn er gríðarlega einfaldur og virkar vel á öllum tækjum. Það sem fólk hefur líklegast verið hvað spenntast fyrir er möguleikinn á því að vakta flug að eigin vali og fá upplýsingar í tölvupósti um leið og það er uppfært. Þannig getur flytime.is látið þig vita þegar seinkun á sér stað, innritun hefst o.s.frv.

Við settum vefinn í loftið fyrir nokkrum vikum og viðbrögðin létu ekki á sér standa og hefur verið stöðug traffík inn á hann síðan. Það er því ljóst að fólk var orðið þreytt á textavarpinu,“ segir Sindri í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024