Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli: Mikill skortur á vinnuafli
Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS), dótturfélag Flugleiða, hefur átt í miklum erfiðleikum í sumar með að fá fólk til starfa, þrátt fyrir umtalsvert atvinnuleysi á svæðinu. Gerist þetta á sama tíma og uppsagnir hafa verið hjá varnarliðinu og lýst hefur verið yfir áhyggjum yfir atvinnuástandinu.
Í júnímánuði mældist 3,2% atvinnuleysi á Suðurnesjum og 3% í síðasta mánuði. Var atvinnuleysi hvergi meira utan höfuðborgarsvæðisins.
"Það hefur gengið mjög illa að finna fólk hér á svæðinu og manna stöður í mörgum deildum hjá okkur," segir Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar. "Þegar við fórum að átta okkur á að það stefndi í óefni við að manna störf í fyrirtækinu fórum við að auglýsa meira á Reykjavíkursvæðinu og náðum þar í starfsfólk."
Illa hefur gengið að fá fólk í tugi starfa hjá Flugþjónustunni yfir sumarið og er m.a. um að ræða störf hlaðmanna, störf í flugeldhúsi og við þrif á flugvélum o.fl.
Að sögn Gunnars er alveg ljóst að þetta ástand getur ekki gengið svona til lengri tíma litið. "Það hefur verið horft mest til þess að setja upp rútuferðir í bæinn og auglýsa og sækja meira inn á það atvinnusvæði eftir fólki. Það verður að leysa þetta því að öðrum kosti getum ekki verið hér með stóran rekstur ef ekki er nægur mannskapur til staðar, sem þarf sinna því sem þarf að gera hér á svæðinu," segir hann.
Í nýju yfirliti Vinnumálastofnunar voru 63 laus störf í boði á Suðurnesjum í síðasta mánuði en voru 14 í júlí á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá þessu á morgun.
Í júnímánuði mældist 3,2% atvinnuleysi á Suðurnesjum og 3% í síðasta mánuði. Var atvinnuleysi hvergi meira utan höfuðborgarsvæðisins.
"Það hefur gengið mjög illa að finna fólk hér á svæðinu og manna stöður í mörgum deildum hjá okkur," segir Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar. "Þegar við fórum að átta okkur á að það stefndi í óefni við að manna störf í fyrirtækinu fórum við að auglýsa meira á Reykjavíkursvæðinu og náðum þar í starfsfólk."
Illa hefur gengið að fá fólk í tugi starfa hjá Flugþjónustunni yfir sumarið og er m.a. um að ræða störf hlaðmanna, störf í flugeldhúsi og við þrif á flugvélum o.fl.
Að sögn Gunnars er alveg ljóst að þetta ástand getur ekki gengið svona til lengri tíma litið. "Það hefur verið horft mest til þess að setja upp rútuferðir í bæinn og auglýsa og sækja meira inn á það atvinnusvæði eftir fólki. Það verður að leysa þetta því að öðrum kosti getum ekki verið hér með stóran rekstur ef ekki er nægur mannskapur til staðar, sem þarf sinna því sem þarf að gera hér á svæðinu," segir hann.
Í nýju yfirliti Vinnumálastofnunar voru 63 laus störf í boði á Suðurnesjum í síðasta mánuði en voru 14 í júlí á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá þessu á morgun.