Flugstöðin fresti framkvæmd
Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að háttsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem tengist forvali á viðskiptatækifærum í flugstöðinni í ágúst 2002 brjóti í bága við samkeppnislög og hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Samkeppnisráð beinir þeim fyrirmælum til flugstöðvarinnar að Samkeppnisstofnun verði upplýst um hvaða aðgerða hafi verið gripið til í því skyni að tryggja að starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. varðandi útleigu á verslunarrými, verslun á frísvæði og tengda starfsemi sé í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.Einnig að flugstöðin fresti framkvæmd þess þáttar forvals á viðskiptatækifærum í flugstöðinni sem hófst í ágúst 2002, er lýtur að rekstri verslana á frísvæði flugstöðvarinnar til 1. júní 2003, eða þar til Samkeppnisstofnun hefur verið upplýst um aðgerðirnar.
Það var Íslenskur markaður sem kvartaði undan flugstöðinni. Í erindinu segir að kvörtunin beinist gegn Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. sem greinist í tvö afkomusvið, verslunar- og fasteignasvið, en kvartandi leigir húsnæði af fasteignasviði og rekur verslun í flugstöðinni í samkeppni við verslunarsvið FLE. Lögmaður kvartanda segir í erindinu:
Meginástæða kvörtunarinnar er forval um aðgang og afnot verslunar- og þjónusturýmis í flugstöðinni sem kynnt var með forvalsgögnum FLE þann 15. ágúst sl. Forvalið og uppsetningu þess telur kvartandi ekki samrýmast samkeppnislögum. Með vísan til 17. gr. samkeppnislaga álítur kvartandi að full ástæða sé til að samkeppnisyfirvöld stöðvi eða fresti forvali eða breyti forvalsskilmálum. Jafnframt telur kvartandi með vísan til rekstrar- og lagaumhverfis FLE ástæðu, á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga, til að samkeppnisyfirvöld hlutist til um aðskilnað verslunar- og fasteignasviðs FLE. Vísir.is greinir frá í morgun.
Það var Íslenskur markaður sem kvartaði undan flugstöðinni. Í erindinu segir að kvörtunin beinist gegn Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. sem greinist í tvö afkomusvið, verslunar- og fasteignasvið, en kvartandi leigir húsnæði af fasteignasviði og rekur verslun í flugstöðinni í samkeppni við verslunarsvið FLE. Lögmaður kvartanda segir í erindinu:
Meginástæða kvörtunarinnar er forval um aðgang og afnot verslunar- og þjónusturýmis í flugstöðinni sem kynnt var með forvalsgögnum FLE þann 15. ágúst sl. Forvalið og uppsetningu þess telur kvartandi ekki samrýmast samkeppnislögum. Með vísan til 17. gr. samkeppnislaga álítur kvartandi að full ástæða sé til að samkeppnisyfirvöld stöðvi eða fresti forvali eða breyti forvalsskilmálum. Jafnframt telur kvartandi með vísan til rekstrar- og lagaumhverfis FLE ástæðu, á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga, til að samkeppnisyfirvöld hlutist til um aðskilnað verslunar- og fasteignasviðs FLE. Vísir.is greinir frá í morgun.