Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 2. júní 2003 kl. 10:20

Flugstöð Leifs Eiríkssonar opnar nýjar vefsíður

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hefur opnað nýja vefi, www.airport.is og www.dutyfree.is. Vefirnir sem eru bæði á íslensku og ensku eru mjög efnismiklir. Á airport.is er annars vegar að finna upplýsingar fyrir ferðamenn sem ferðast til og frá Íslandi en hins vegar upplýsingar um fyrirtækið FLE hf. Sem dæmi um upplýsingar fyrir ferðamenn eru upplýsingar um komu- og brottfarartíma, samgöngur, verslun og þjónustu í og við flugstöðina ásamt tollareglum og reglum um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Undir upplýsingum um fyrirtækið er að finna tölur um farþegafjölda, almennt um starfsemi fyrirtækisins, netföng starfsmanna, fréttir og fleira.

Á dutyfree.is síðunni, sem er heimasíða Fríhafnarinnar, eru upplýsingar um verð og vöruframboð verslana í eigu flugstöðvarinnar. Þar fást upplýsingar um þau sértilboð sem Fríhöfnin býður upp á í hverjum mánuði.

Vefirnir eru settir upp í ConMan vefviðhaldskerfinu frá daCoda.

www.airport.is

www.dutyfree.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024