Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Saga Boutique undirrita samning um rekstur í flugstöðinni
Saga Boutique Icelandair og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með dömu- og herrafatnað, skó og fylgihluti. Lögð verður áhersla á þekkt vörumerki s.s. Boss, Burberry, Sand, Wolford og Lacoste í versluninni auk þess sem fatnaður eftir íslenska hönnuði mun standa til boða í versluninni. Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.
Saga Boutique er eitt af þeim fyrirtækjum sem mun reka verslun á nýju verslunarsvæði flugstöðvarinnar og mun samningurinn taka gildi 1. júní 2006. Saga Boutique sem er í eigu Icelandair hefur rekið verslun með fatnað og fylgihluti í flugstöðinni um árabil með góðum árangri. Með samningnum nú mun stærð verslunarinnar rúmlega þrefaldast og fara í um 220 m2.
Markmið breytinganna sem nú er verið að gera á verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er að bæta þjónustu við flugfarþega, meðal annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni. Þess er vænst að breytingarnar muni treysta flughöfnina í sessi sem vinsælan viðkomustað sem stenst samanburð við bestu flughafnir í heimi.
Saga Boutique er eitt af þeim fyrirtækjum sem mun reka verslun á nýju verslunarsvæði flugstöðvarinnar og mun samningurinn taka gildi 1. júní 2006. Saga Boutique sem er í eigu Icelandair hefur rekið verslun með fatnað og fylgihluti í flugstöðinni um árabil með góðum árangri. Með samningnum nú mun stærð verslunarinnar rúmlega þrefaldast og fara í um 220 m2.
Markmið breytinganna sem nú er verið að gera á verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er að bæta þjónustu við flugfarþega, meðal annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni. Þess er vænst að breytingarnar muni treysta flughöfnina í sessi sem vinsælan viðkomustað sem stenst samanburð við bestu flughafnir í heimi.