Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Penninn undirrita samning um rekstur í flugstöðinni
Miðvikudagur 28. desember 2005 kl. 08:48

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Penninn undirrita samning um rekstur í flugstöðinni

Penninn hf. og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með blöð, tímarit, bækur og aðrar vörur undir nafni Eymundsson. Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hafa undirritað samning þess efnis.

Hingað til hafa þessir vöruflokkar verið seldir í Íslenskum markaði, en eins og áður hefur komið fram mun sú verslun verða lögð niður um leið og búið er að gera samninga við nýja aðila um rekstur verslanna með þá vöruflokka sem eru seldir þar í dag.
Samningurinn er einn þáttur í að auka fjölbreytni verslunar í flugstöðvarbyggingunni og veita fleiri einkaaðilum kost á að vera með eigin rekstur á svæðinu. Samningurinn við Pennann er jafnframt liður í að leggja niður rekstur Íslensks markaðar í núverandi mynd og setja hann í hendur einkaaðila. Penninn hf. hefur þegar tekið við ofangreindum vöruflokkum og hafið sinn verslunarrekstur í vegabréfasal í viðbyggingu (suðurbyggingu) flugstöðvarinnar. Næsta vor verður opnuð stærri og umfangsmeiri verslun í aðal byggingunni (norðurbyggingu) um leið og fyrsti hluti af nýju brottfararsvæði flugstöðvarinnar verður tilbúið.
Penninn er þekkt verslunarfyrirtæki á íslenskum markaði sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum með það að leiðarljósi að viðskiptavinir geti ætíð gengið að þægilegri og fjölbreyttri þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Eigin verslun í Flugstöðinni er jákvætt skref fyrir Pennann og Flugstöðina.
Auk verslunarinnar í Flugstöðinni rekur Penninn verslanir víða í Reykjavík, á Akureyri, Akranesi, Keflavík, Ísafirði, Selfossi og í Vestmannaeyjum .
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024