Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Optical Studio undirrita samning um rekstur í flugstöðinni
Optical Studio og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með gleraugu, sólgleraugu, linsur, fylgihluti með sjóntækjum og sjónmælingar.
Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.
Haustið 2004 fór fram forval þar sem tæplega 60 umsækjendur sóttu um að hefja verslunarrekstur í flugstöðinni á nýju brottfararsvæði sem verður opnað vorið 2007. Optical Studio er eitt af þeim fyrirtækjum sem mun reka verslun á nýju verslunarsvæði og mun samningurinn við verslunina taka gildi 1. janúar 2007. Optical Studio hefur rekið verslun í flugstöðinni um árabil með góðum árangri. Auk verslunarinnar í Flugstöðinni rekur Optical Studio verslanir í Smáralind og Keflavík.
Markmið breytinganna sem nú er verið að gera á verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er að bæta þjónustu við flugfarþega, meðal annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni. Þess er vænst að breytingarnar muni treysta flughöfnina í sessi sem vinsælan viðkomustað sem stenst samanburð við bestu flughafnir í heimi.
Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.
Haustið 2004 fór fram forval þar sem tæplega 60 umsækjendur sóttu um að hefja verslunarrekstur í flugstöðinni á nýju brottfararsvæði sem verður opnað vorið 2007. Optical Studio er eitt af þeim fyrirtækjum sem mun reka verslun á nýju verslunarsvæði og mun samningurinn við verslunina taka gildi 1. janúar 2007. Optical Studio hefur rekið verslun í flugstöðinni um árabil með góðum árangri. Auk verslunarinnar í Flugstöðinni rekur Optical Studio verslanir í Smáralind og Keflavík.
Markmið breytinganna sem nú er verið að gera á verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er að bæta þjónustu við flugfarþega, meðal annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni. Þess er vænst að breytingarnar muni treysta flughöfnina í sessi sem vinsælan viðkomustað sem stenst samanburð við bestu flughafnir í heimi.