Flugakademíunemar Keilis fá sérkjör hjá Glitni
Í dag undirrituðu Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri Glitnis í Reykjanesbæ, og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Samgönguskóla Keilis, samstarfssamning milli fyrirtækjanna. Felur hann í sér að allir nemendur í Flugakademíu Keilis fá sérstök námsmannakjör hjá Glitni og léttir það róðurinn örugglega fyrir marga. Með þessu samstarfi er í raun verið að viðurkenna flugtengt nám af alvöru og gera mörgum mögulegt að stunda þessa spennandi námsleið við bestu aðstæður. Góð viðbrögð hafa verið við hinum nýju kennsluvélum Keilis og augljóst að margur hyggst láta draum sinn um flugið rætast með sérkjörum Glitnis.