Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Flug til Denver hófst í gær
Föstudagur 11. maí 2012 kl. 09:34

Flug til Denver hófst í gær



Fjölmenni var viðstatt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær þegar Icelandair hóf beint áætlunarflug til Denver, og var Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra m.a. meðal gesta í tilefni af þessu fyrsta flugi og mun hann jafnframt taka þátt í Íslandskynningu í Denver.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, Michael B. Hancock, borgarstjóri Denver, Luis E. Arreaga sendiherra US á Íslandi og Kim Day, flugvallarstjóri í Denver fluttu ávörp í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær, samkvæmt fréttatilkynningu. Flugfreyjukórinn undir handleiðslu Magnúsar Kjartanssonar flutti nokkur vel valin lög áður en haldið var í fyrsta flugið.

Flottur kór hér á ferð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Michael B. Hancock, borgarstjóri Denver.

VF-Myndir: [email protected]