Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Flogið beint til Prag frá Keflavík
Laugardagur 3. desember 2016 kl. 08:00

Flogið beint til Prag frá Keflavík

Flugfélagið Czech Airlines hefur ákveðið að fljúga á milli Keflavíkurflugvallar og Prag í Tékklandi sumarið 2017. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá 1. júní 2017 til 26. september 2017 á Airbus A319 þotum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Isavia.

„Það er mjög ánægjulegt að bæta Prag inn á vaxandi lista áfangastaða í beinu áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli og Czech Airlines á listann yfir flugfélög sem fljúga til og frá flugvellinum. Prag er mjög falleg borg sem fjöldi Íslendinga hefur fallið fyrir í gegnum tíðina og við vonum auðvitað að sem flestir nýti sér tækifærið og heimsæki borgina næsta sumar,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar.

Prag er af mörgum talin ein fallegasta borg Evrópu. Í borginni eru glæsilegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar, þröngar götur og fjöldi kaffihúsa og veitingastaða. Menningarlífið er fjölbreytt og áhugaverðir viðburðir alla daga.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024