Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

FLE og Vodafone í samstarf
Þriðjudagur 5. febrúar 2008 kl. 12:10

FLE og Vodafone í samstarf

Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. og Vodafone hafa undirritað samning, um að Vodafone leigi aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað í flugstöðinni. Í frétt á heimasíðu flugstöðvarinnar segir að samningur þessi sé liður í að tryggja flugfarþegum sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar góða þjónustu og að viðskiptavinir Vodafone, sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, séu ávallt í góðu farsímasambandi.

Árið 2007 fóru tæplega 2,2 milljónir farþega um flugstöðina og áætlað að sú tala verði komin í 3,2 milljónir árið 2015.

Á mynd: Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone og Hrönn Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024