FLE og Vodafone í samstarf
Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. og Vodafone hafa undirritað samning, um að Vodafone leigi aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað í flugstöðinni. Í frétt á heimasíðu flugstöðvarinnar segir að samningur þessi sé liður í að tryggja flugfarþegum sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar góða þjónustu og að viðskiptavinir Vodafone, sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, séu ávallt í góðu farsímasambandi.
Árið 2007 fóru tæplega 2,2 milljónir farþega um flugstöðina og áætlað að sú tala verði komin í 3,2 milljónir árið 2015.
Á mynd: Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone og Hrönn Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf.
Árið 2007 fóru tæplega 2,2 milljónir farþega um flugstöðina og áætlað að sú tala verði komin í 3,2 milljónir árið 2015.
Á mynd: Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone og Hrönn Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf.