FLE og IGS undirrita samning
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) og Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) hafa gert með sér samning um veitingarekstur í Flugstöðinni en IGS hefur verið með veitingarekstur í flugstöðinni um árabil.
IGS mun opna nýjan veitingastað á brottfararsvæði flugstöðvarinnar nú í vor sem og glæsilegan bar með útsýni yfir flugbrautina. IGS mun halda áfram veitingarekstri á 1. og 2. hæð í suðurbyggingu flugstöðvarinnar. Alls mun veitingarými IGS vera á um 990 fermetra svæði.
Með nýjum samningi er gert ráð fyrir að IGS muni auka vöruúrval og leggja áherslu á að selja vörur undir merkjum alþjóðlegra veitingahúsakeðja.
Samningurinn er einn þáttur í að bæta þjónustu við flugfarþega auk þess að auka hlut einkaaðila í flugstöðinni en sú stefna var mótuð þegar ráðist var í forval verslunar- og þjónustufyrirtækja í aðdraganda samninga. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri undirritaði samninginn fyrir hönd IGS og Höskuldur Ásgeirsson forstjóri fyrir hönd FLE.
Á mynd eru: Jón Sigurðsson forstöðumaður veitingareksturs IGS, Gunnar Olsen framkvæmdastjóri IGS Höskuldur Ásgeirsson forstjóri FLE og Hrönn Ingólfsdóttir forstöðumaður viðkiptaþróunarsviðs FLE.
IGS mun opna nýjan veitingastað á brottfararsvæði flugstöðvarinnar nú í vor sem og glæsilegan bar með útsýni yfir flugbrautina. IGS mun halda áfram veitingarekstri á 1. og 2. hæð í suðurbyggingu flugstöðvarinnar. Alls mun veitingarými IGS vera á um 990 fermetra svæði.
Með nýjum samningi er gert ráð fyrir að IGS muni auka vöruúrval og leggja áherslu á að selja vörur undir merkjum alþjóðlegra veitingahúsakeðja.
Samningurinn er einn þáttur í að bæta þjónustu við flugfarþega auk þess að auka hlut einkaaðila í flugstöðinni en sú stefna var mótuð þegar ráðist var í forval verslunar- og þjónustufyrirtækja í aðdraganda samninga. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri undirritaði samninginn fyrir hönd IGS og Höskuldur Ásgeirsson forstjóri fyrir hönd FLE.
Á mynd eru: Jón Sigurðsson forstöðumaður veitingareksturs IGS, Gunnar Olsen framkvæmdastjóri IGS Höskuldur Ásgeirsson forstjóri FLE og Hrönn Ingólfsdóttir forstöðumaður viðkiptaþróunarsviðs FLE.