FLE: 10-11 opnar verslun í komusal
10-11 opnaði verslun í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sl. fimmtudag. Verslunin sem er svipuð öðrum 10-11 verslunum nema nokkuð minni verður opin allan sólarhringinn. Þessi nýbreytni í flugstöðinni eykur þjónustu við alla þá sem eiga leið um flugstöðina. Kaffibar er í versluninni og gestum gefst kostur á gæða sér á kaffi og öðrum veitingum.
Þetta er liður í enn frekari aukningu á þjónustu á svæði flugstöðvarinnar.
Mynd: Úr verslun 10-11 í komusvæðinu